Færsluflokkur: Trúmál
20.5.2010 | 15:16
Myndmennt 101
Mér fannst alltaf gaman í teiknitímum í skólanum, og var bara nokkuð lunkin við að teikna.... með blýanti/penna þ.e.a.s.
Að reyna að teikna í Microsoft Paint með músinni einni saman er allt annað mál. Ég lét mig samt hafa það til að geta tekið þátt í "Teiknum Múhameð" deginum.
Ég teiknaði afar sæta mynd af brosandi Múhameð sem breiðir út faðminn og boðar ást og frið. Blóm og brosandi sól + svífandi hjörtu auka svo á barnslegt sakleysið. Mjög sætt, mig langar næstum að hengja þessa mynd á ísskápinn minn!
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)